Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:30 Amit Shah kallaði ólöglega innflytjendur termíta í ræðu í Vestur-Bengal. Nordicphotos/AFP Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira