Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Aron Einar yfirgefur Cardiff í lok tímabilsins. Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira