Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Anton Ingi Leifsson skrifar 12. apríl 2019 17:30 Brynjar í leik með Stólunum í vetur. vísir/bára Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Tilkynnt var í dag að Brynjar Þór Björnsson muni ekki leika áfram með Tindastól í Dominos-deildinni. Brynjar segir að ástæðan sé fyrst og fremst tengd fjölskyldunni. Brynjar gekk í raðir Tindastóls síðasta sumar eftir að hafa orðið fimmfaldur meistari með KR þar á undan. Tindastóll datt svo út úr átta liða úrslitunum gegn Þór úr Þorlákshöfn í ævintýralegum oddaleik. „Þetta er einfaldlega af fjölskylduástæðum. Ég og konan mín eigum von á okkar öðru barni. Við erum í mjög samrýnni fjölskyldu; bæði mín og tengdafjölskyldan,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. „Það sem vegur þyngst í þessari ákvörðun er að við við söknum fjöskyldu okkar í bænum og viljum fá meiri aðstoð þegar nýi erfinginn mætir á svæðið.“Brynjar Þór Björnsson er ótrúlegur sigurvegari. Hér er hann á sínum gamla heimavelli, Vesturbænum, fyrr í vetur.vísir/báraSeinni hlutinn gríðarleg vonbrigði Tindastóll datt eins og áður segir út í átta liða úrslitunum sem eru mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á leiktíðinni. „Lokaleikurinn endurspeglaði tímabilið í heild sinni. Timabilið var rússibanareið. Við byrjuðum tímabilið á háum nótunum með að eiga flottan fyrri hluta. Seinni hlutinn var gríðarleg vonbrigði en mér fannst alltaf góður andi í öllu; á æfingum og mér fannst gaman að spila með strákunum.“ „Þeir hjálpuðu mér í að finna þetta drif sem maður þarf á að halda í íþróttum. Maður þarf að finna þörf til þess að bæta sig og djöflast. Ég fann hana hérna í Skagafirðinum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur.“ „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Þetta var nauðsynlegt skref í mínum ferli og minni ævi að sjá eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og koma sér út úr þægindarammanum. Þeir gerðu allt í þeirra valdi til þess að mér myndi líða vel,“ sagði Brynjar sem sér ekki eftir tímanum í Skagafirðinum. „Sonur minn hefur tekið ástfóðri við Skagafjörðinn og við lítum á okkur sem Skagfirðinga hér eftir. Þetta var þannig reynsla að við munum alltaf líta á Skagafjörðinn sem okkar annað heimili.“Brynjar í leik með KR á síðustu leiktíð en hann gæti verið mættur aftur í þessa treyju á næstu leiktíð.vísir/vilhelmKR-hjartað alltaf til staðar Brynjar ætlar klárlega að halda áfram í körfuboltanum en hann hefur ekki heyrt í neinum liðum nú þegar af virðingu við Tindastól. „Fyrir ári síðan var ég á þeim buxunum hvort þetta væri komið gott en í dag líður mér mjög vel og langar að halda áfram. Ég sé fram á að spila nokkur ár í viðbót. Af virðingu við Tindastól hef ég ekki heyrt í öðrum liðum og ætla ég að klára mín mál fyrir norðan.“ „Eftir helgi fer maður kannski að heyra í einhverjum fyrir sunnan en ég er ekkert að stressa mig á neinu. Við verðum hér fram í miðjan júlí. Við ætlum að njóta sumarsins og kynnast sumrinu hérna fyrir norðan. Maður heyrir að það sé best hérna í Skagafirðinum.“ Koma önnur lið til greina en KR í bænum? „Auðvitað á maður ekki að útiloka neitt. Þegar maður var yngri sagðist maður aldrei ætla að spila fyrir annað lið en KR. Það er alltaf áskorun að fara í annað lið en auðvitað er KR-hjartað alltaf til staðar. Þetta var mitt annað heimili mitt í 25.“ „Það er ekkert ákveðið en KR kemur sterklega til greina. Það er allt opið hvað varðar mín mál,“ en hvernig líst honum á úrslitakeppnina í Dominos-deildinni og er KR á hraðri leið að sjötta titlinum í röð? „Þeir eru allavega ekki á hraðri leið. Það hægðist aðeins á þeim gegn Þór og það er gott að sjá að við í Tindastól töpuðum ekki á móti liði sem var sópað út í undanúrslitunum. Þeir eru búnir að sýna það að þeir eiga í fullu tré við fimmfalda meistara og þetta er ástríðan á móti gömlum vana.“ „Ástríðan er til staðar hjá Þórsurunum en maður aldrei á að vanmeta meistarana. Ég spái því að Stjarnan og KR fara í úrslitin og þar munu KR-ingar klára það,“ sagði þessi magnaði sigurvegari að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02