Eigendur PSG kanna möguleikann á að kaupa enskt félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 10:30 Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki hjá Paris Saint-Germain liðinu. Getty/Xavier Laine Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira