„Messi vissi að þetta var slys“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:00 Lionel Messi liggur í grasinu en Chris Smalling er lengst til hægri. AP/Jon Super Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30