Helgi Sæmundur vendir kvæði sínu í kross og fer í ferðamannabransann Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2019 16:30 Helgi og Freyja hefja bráðlega störf. Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem opnar á Sauðárkróki í vor hefur gengið frá ráðningum á tveimur vaktstjórum sem hafa munu umsjón með tæknimálum og þjónustu í húsnæði sýningarinnar. Í 1238 verður fjallað um Sturlungaöldina og stóratburðum hennar miðlað með hjálp nýjustu tækni s.s. sýndarveruleika. Rapparinn Helgi Sæmundur Guðmundsson er uppalinn á Sauðárkróki, að loknu stúdentsprófi fór hann til náms í tónlist og sem síðan hefur átt hug hans allan. Hann er helmingur hinnar frægu rappsveitar Úlfur Úlfur, auk þess hefur hann unnið við hljóðupptökur og hljóðblöndun sem og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann flytur nú aftur á Krókinn en er hvergi nærri hættur í tónlistinni. „Sú hugmynd að flytja heim aftur hefur blundað í kollinum á mér lengi og ég hef verið að ota því að Kolfinnu unnustu minni að þar sé nú agalega fínt að vera. Svo missti hún vinnuna hjá Wow Air núna um daginn svolitlu eftir að við áttuðum okkur á því að við eigum von á barni seinnipart þessa árs og þó fór þetta alveg að meika hellings sens,“ segir Helgi Sæmundur í samtali við Vísi. „Ég er agalega heimakær og þegar ég sá þessa vinnu auglýsta fannst mér það mjög spennandi að eitthvað svona væri í gangi í heimabænum svo ég ákvað að senda inn umsókn. Ég fer einn norður í sumar og Kolfinna ætlar að njóta þess eiga frjálsan tíma hér í Reykjavík en svo tökum við stöðuna betur í haust. Ég mun sinna tónlistinni á fullu áfram samhliða nýja vinnunni.“ Helgi segist fá aðstöðu hjá foreldrum sínum á Króknum. „Sem og í Reykjavík og ég á augljóslega eftir að ferðast heilmikið á milli. Úlfur Úlfur voru að gefa út nýtt lag og eru að vinna í öðru núna. Svo er ég að klára tónlistina við nýja þáttaröð sem verður sýnd í vor sem og eina bíómynd í sumar. Það verður alveg bilað að gera en þannig fúnkera ég ágætlega.“Bæði uppalin á Sauðárkróki Freyja Rut Emilsdóttir er uppalin á Sauðárkróki, hún vann í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð, lærði til grunnskólakennara og kenndi um árabil í Vogaskóla, nam síðan menningarstjórnun, ferðamál og lærði til markþjálfa. Freyja hefur starfað við fjölbreytt verkefni á undanförnum árum og hefur til að mynda kennt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum nú í vetur. Freyja Rut og Helgi Sæmundur koma til starfa hjá 1238 undir lok mánaðarins. Ráðningum á sumarstarfsfólki er að mestu lokið og alls verða 12-14 starfsmenn í húsnæði sýningarinnar í sumar. Undirbúningur fyrir opnun 1238 er í fullum gangi, endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa sýningarnar er að ljúka og uppsetning sýninga og tæknibúnaðar fer fram á næstu vikum. Endurbótum í Gránu sem mun hýsa veitingasal, upplýsingamiðstöð og safnbúð lýkur í maí og stefnt er að opnun sýningarinnar í maímánuði. Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri 1238 segir í tilkynningu ráðningu þeirra Freyju og Helga Sæmundar stórt skref fyrir verkefnið. „Það er mjög ánægjulegt að þetta verkefni sé þegar farið að skapa möguleika fyrir ungt fólk að finna vinnu við sitt hæfi á Sauðárkróki,“ segir Áskell. „Við erum komin með mjög skemmtilegan hóp sem ætlar að hleypa þessari starfsemi af stokkunum með okkur í sumar og hér vinnu frábær hópur iðnaðarmanna og sýningarhönnuða með okkur að því að koma húsnæðinu og sýningum í það horf sem við viljum. Við erum því mjög bjartsýn á verkefnið og framtíðina og hlökkum til að opna dyr okkar fyrir gestum í næsta mánuði“. Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland sem opnar á Sauðárkróki í vor hefur gengið frá ráðningum á tveimur vaktstjórum sem hafa munu umsjón með tæknimálum og þjónustu í húsnæði sýningarinnar. Í 1238 verður fjallað um Sturlungaöldina og stóratburðum hennar miðlað með hjálp nýjustu tækni s.s. sýndarveruleika. Rapparinn Helgi Sæmundur Guðmundsson er uppalinn á Sauðárkróki, að loknu stúdentsprófi fór hann til náms í tónlist og sem síðan hefur átt hug hans allan. Hann er helmingur hinnar frægu rappsveitar Úlfur Úlfur, auk þess hefur hann unnið við hljóðupptökur og hljóðblöndun sem og samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti og auglýsingar. Hann flytur nú aftur á Krókinn en er hvergi nærri hættur í tónlistinni. „Sú hugmynd að flytja heim aftur hefur blundað í kollinum á mér lengi og ég hef verið að ota því að Kolfinnu unnustu minni að þar sé nú agalega fínt að vera. Svo missti hún vinnuna hjá Wow Air núna um daginn svolitlu eftir að við áttuðum okkur á því að við eigum von á barni seinnipart þessa árs og þó fór þetta alveg að meika hellings sens,“ segir Helgi Sæmundur í samtali við Vísi. „Ég er agalega heimakær og þegar ég sá þessa vinnu auglýsta fannst mér það mjög spennandi að eitthvað svona væri í gangi í heimabænum svo ég ákvað að senda inn umsókn. Ég fer einn norður í sumar og Kolfinna ætlar að njóta þess eiga frjálsan tíma hér í Reykjavík en svo tökum við stöðuna betur í haust. Ég mun sinna tónlistinni á fullu áfram samhliða nýja vinnunni.“ Helgi segist fá aðstöðu hjá foreldrum sínum á Króknum. „Sem og í Reykjavík og ég á augljóslega eftir að ferðast heilmikið á milli. Úlfur Úlfur voru að gefa út nýtt lag og eru að vinna í öðru núna. Svo er ég að klára tónlistina við nýja þáttaröð sem verður sýnd í vor sem og eina bíómynd í sumar. Það verður alveg bilað að gera en þannig fúnkera ég ágætlega.“Bæði uppalin á Sauðárkróki Freyja Rut Emilsdóttir er uppalin á Sauðárkróki, hún vann í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð, lærði til grunnskólakennara og kenndi um árabil í Vogaskóla, nam síðan menningarstjórnun, ferðamál og lærði til markþjálfa. Freyja hefur starfað við fjölbreytt verkefni á undanförnum árum og hefur til að mynda kennt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum nú í vetur. Freyja Rut og Helgi Sæmundur koma til starfa hjá 1238 undir lok mánaðarins. Ráðningum á sumarstarfsfólki er að mestu lokið og alls verða 12-14 starfsmenn í húsnæði sýningarinnar í sumar. Undirbúningur fyrir opnun 1238 er í fullum gangi, endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa sýningarnar er að ljúka og uppsetning sýninga og tæknibúnaðar fer fram á næstu vikum. Endurbótum í Gránu sem mun hýsa veitingasal, upplýsingamiðstöð og safnbúð lýkur í maí og stefnt er að opnun sýningarinnar í maímánuði. Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri 1238 segir í tilkynningu ráðningu þeirra Freyju og Helga Sæmundar stórt skref fyrir verkefnið. „Það er mjög ánægjulegt að þetta verkefni sé þegar farið að skapa möguleika fyrir ungt fólk að finna vinnu við sitt hæfi á Sauðárkróki,“ segir Áskell. „Við erum komin með mjög skemmtilegan hóp sem ætlar að hleypa þessari starfsemi af stokkunum með okkur í sumar og hér vinnu frábær hópur iðnaðarmanna og sýningarhönnuða með okkur að því að koma húsnæðinu og sýningum í það horf sem við viljum. Við erum því mjög bjartsýn á verkefnið og framtíðina og hlökkum til að opna dyr okkar fyrir gestum í næsta mánuði“.
Ferðamennska á Íslandi Skagafjörður Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira