Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komst til valda í Súdan í valdaráninu árið 1989. Getty Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu. Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu.
Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51