Norðurlönd taka höndum saman gegn plastmengun í hafinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:30 Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias. Umhverfismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias.
Umhverfismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefa góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Sjá meira