Harpa tapaði 462 milljónum í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 14:47 Tap Hörpu jókst um 218,1 milljón milli áranna 2017 og 2018. Vísir/vilhelm Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz. Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa tapaði 461,5 milljónum króna árið 2018 miðað við 243,4 milljóna tap árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi hússins. Rekstrarhagnaður (EBITDA) fyrir árið 2018 nemur rúmum 42 milljónum króna. Í tilkynningu frá Hörpu segir að afkoma Hörpu ohf. árið 2018 hafi verið í samræmi við áætlanir. Tekjur af viðburðahaldi hafi aukist á milli ára og voru 757 milljónir króna. Hundruðmilljóna aukning á tapi Hörpu milli ára skýrist m.a. af því fyrirkomulagi sem ákveðið var af eigendum Hörpu ohf., þ.e. að vista skuldabréfalán til 35 ára sem tekið var til að fjármagna byggingu hússins í dótturfélagi samstæðunnar. Þórður Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Hörpu, gerði rekstrarumhverfi Hörpu að umtalsefni á aðalfundi samstæðunnar sem fram fór í gær. Benti hann á að afkoma samstæðunnar án tillits til rekstrarframlaga hafi farið batnandi þrátt fyrir gríðarlega há fasteignagjöld, sem námu 267 milljónum á síðasta ári. Sagði hann gjöldin fyrir þetta eina hús nema 1,49% af heildartekjum Reykjavíkurborgar af fasteigna- og lóðasköttum. Stjórn telur eiginfé Hörpu verulega vanmetið Á aðalfundinum var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir kjörin stjórnarformaður og tekur hún við af Þórði sem hefur verið stjórnarformaður Hörpu í tæp tvö ár. Auk Ingibjargar Aspar kemur Guðni Tómasson nýr inn í stjórnina í stað Vilhjálms Egilssonar. Auk þeirra eru í stjórninni Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Árni Geir Pálsson. Í tilkynningu var jafnframt gerð grein fyrir mati fráfarandi stjórnar en hún telur að eiginfé samstæðunnar sé verulega vanmetið og efnahagsstaða Hörpu auk þess traust, væri reikningsskilum félagsins breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um að eignfæra samningsbundið framlag frá ríkinu og Reykjavíkurborg vegna afborgunar og vaxta af fjármögnun fasteignar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 milljörðum króna. Í Hörpu voru haldnir tæplega 1.500 viðburðir á síðasta ári. Heimsóknir voru yfir tvær milljónir, en þar af greiddu nærri 300 þúsund fyrir aðgang að tónleikum eða öðrum listviðburðum í sölum Hörpu og var velta miðasölu Hörpu um 1.4 milljarðar. Um þriðjungur viðburða sem fram fóru í Hörpu voru ráðstefnur, fundir og veislur og á tónlistarsviðinu var um helmingurinn sígild og samtímatónlist, um 23% popp og rokk og um 13% jazz.
Menning Reykjavík Tengdar fréttir Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59 Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Örlar á viðsnúningi í rekstri Hörpu Bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu ónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. 27. apríl 2018 10:59
Andri og Ragnar hefja störf í Hörpu Andri Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr tæknistjóri og Ragnar Fjalar Sævarsson nýr markaðs- og samskiptastjóri. 9. apríl 2019 08:12
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58