Sjáðu hvernig VAR hafði áhrif á lykilatriði í sigri Tottenham á City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2019 12:00 Myndbandadómgæsla (VAR) hefur verið að ryðja sér til rúms í stærstu keppnum heims og Meistaradeild Evrópu er engin undantekning. Hún hafði mikil áhrif á leik Tottenham og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gær. Knattspyrnusamband Evrópu tók þá ákvörðun að notast við þessa tækni frá og með 16-liða úrslitunum á núverandi leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Hún er þó komin til að vera og verður við lýði frá og með umspilsumferð Meistaradeildarinnar í lok ágúst. Dómurum er heimilt að grípa til myndbandadómgæslu þegar atvik varða mörk, vítaspyrnudóma, bein rauð spjöld og þegar dæmt er á rangan leikmann. Í leiknum í gær voru myndbandadómarar notaðir þegar vítaspyrna var dæmd á Danny Rose, varnarmann Tottenham, fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sergio Agüero lét þó hins vegar Hugo Lloris verja frá sér vítaspyrnuna.Staðfestingar beðið á marki Son.Getty/Matthew AshtonSkoðun myndbandadómara þurfti einnig til að staðfesta að Son Heung-min missti ekki boltann út af vellinum áður en hann skoraði mark sitt á 78. mínútu. Svo var ekki og reyndist það sigurmark leiksins. Bæði atvik má sjá efst í fréttinni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Son skaut Tottenham í forystu gegn City Fyrsti Meistaradeildarleikurinn á nýja heimavellinum endaði með sigri. 9. apríl 2019 21:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Myndbandadómgæsla (VAR) hefur verið að ryðja sér til rúms í stærstu keppnum heims og Meistaradeild Evrópu er engin undantekning. Hún hafði mikil áhrif á leik Tottenham og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gær. Knattspyrnusamband Evrópu tók þá ákvörðun að notast við þessa tækni frá og með 16-liða úrslitunum á núverandi leiktíð í Meistaradeild Evrópu. Hún er þó komin til að vera og verður við lýði frá og með umspilsumferð Meistaradeildarinnar í lok ágúst. Dómurum er heimilt að grípa til myndbandadómgæslu þegar atvik varða mörk, vítaspyrnudóma, bein rauð spjöld og þegar dæmt er á rangan leikmann. Í leiknum í gær voru myndbandadómarar notaðir þegar vítaspyrna var dæmd á Danny Rose, varnarmann Tottenham, fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sergio Agüero lét þó hins vegar Hugo Lloris verja frá sér vítaspyrnuna.Staðfestingar beðið á marki Son.Getty/Matthew AshtonSkoðun myndbandadómara þurfti einnig til að staðfesta að Son Heung-min missti ekki boltann út af vellinum áður en hann skoraði mark sitt á 78. mínútu. Svo var ekki og reyndist það sigurmark leiksins. Bæði atvik má sjá efst í fréttinni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Son skaut Tottenham í forystu gegn City Fyrsti Meistaradeildarleikurinn á nýja heimavellinum endaði með sigri. 9. apríl 2019 21:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Son skaut Tottenham í forystu gegn City Fyrsti Meistaradeildarleikurinn á nýja heimavellinum endaði með sigri. 9. apríl 2019 21:00