Áratug síðar Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. apríl 2019 07:00 Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nær lygilegur viðsnúningur efnahagslífsins hófst í ársbyrjun 2011. Frá þeim tíma hefur hagkerfið vaxið um þriðjung, þjóðhagslegur sparnaður fjórfaldast og hrein erlend staða þjóðarbúsins tekið snarpa beygju upp á við. Þetta er öfundsverð staða og ólík þeirri sem var uppi árið 2007. Uppsafnaður viðskiptahalli á árunum 2003-2007 nam mörg hundruð milljörðum króna og í árslok 2007 var erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 130% af landsframleiðslu. Viðvarandi viðskiptaafgangur síðustu ára hefur skapað skilyrði til þess að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvarasjóð. Nú nemur hrein erlend eignastaða um 10% af landsframleiðslu. Þá býr Seðlabankinn yfir 750 milljarða króna gjaldeyrisforða og hefur því verulegt svigrúm til að bregðast við gengissveiflum. Í árslok 2008 vakti Ísland heimsathygli þegar banka- og gjaldeyriskreppa skall á af fullum þunga. Í dag er staðan önnur. Viðnámsþróttur bankanna hefur verið aukinn, margfalt meiri kröfur eru gerðar um eigið fé og lausafjárreglur hafa verið hertar. Íslenskir bankar eru betur í stakk búnir til að takast á við áföll nú en áður. Fjármagnshöft voru innleidd í árslok 2008, þau áttu að vera tímabundin en tíu og hálfu ári síðar voru síðustu leifar hafta afnumdar þegar bindiskylda á innflæði fjármagns var lækkuð niður í 0%. Ísland vekur heimsathygli á ný, en að þessu sinni er það sterk staða hagkerfisins sem vekur athygli. Í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í 18%, krónan féll og verðbólga rauk upp í 19%. Í dag eru stýrivextir 4,5%, gengið er stöðugt og verðbólga við markmið. Fjögurra ára kjarasamningur, sem nýverið var undirritaður, skapar vonandi skilyrði til lækkunar vaxta. Vaxtalækkun styður við fjárfestingu í landinu, eykur hagvöxt og stuðlar að áframhaldandi fjölgun starfa. Viðbrögð stjórnvalda við síðustu niðursveiflu voru að hækka skatta til að brúa hallarekstur. Þá var nýjum sköttum einnig bætt við; bankaskattur, sérstakur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Nú þegar hagvöxtur minnkar boða stjórnvöld skattalækkanir. Tryggingagjaldið lækkar um 0,25% um næstu áramót, bankaskatturinn mun lækka í fjórum áföngum úr 0,376% í 0,145%. Þá eru einnig boðaðar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga með upptöku á nýju neðsta þrepi tekjuskatts. Samanburður á þeirri stöðu sem nú er uppi og fyrir áratug er þörf áminning um mikilvægi þess að búa í haginn. Áskoranir eru þó fram undan. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði og hvergi rennur stærri hluti af verðmætasköpun til launþega en á Íslandi. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær og munu þau þurfa að grípa til hagræðingar. Hið opinbera þarf, líkt og fyrirtækin, einnig að bregðast við niðursveiflu. Opinber útgjöld hafa vaxið að raunvirði um 25% frá árinu 2011. Á sama tíma hafa 8.800 ný störf orðið til hjá hinu opinbera, þar af 1.200 í opinberri stjórnsýslu og fjölgaði um 17% á tímabilinu. Aukin útgjöld ár frá ári hafa dregið úr svigrúmi til skattalækkana, en skattheimta hér á landi er ein sú hæsta innan OECD. Boðaðar skattalækkanir stjórnvalda eru því fagnaðarefni en eftir sem áður verður Ísland háskattaríki í erlendum samanburði. Ganga þarf lengra í skattalækkunum. Þrátt fyrir fyrirhugaða lækkun bankaskatts verður sérstök skattlagning á fjármálafyrirtæki enn rúmlega fimmföld á við sambærilega skattlagningu í nágrannaríkjum. Heimili og fyrirtæki greiða fyrir bankaskattinn í formi hærri vaxta og því mikilvægt að stjórnvöld hugi að frekari lækkun hans. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður í fyrra undir því yfirskini að skattstofninn yrði endurskoðaður. Sú endurskoðun hefur þó ekki átt sér stað en hár fjármagnstekjuskattur dregur úr hvata til fjárfestingar sem er grundvöllur atvinnusköpunar. Frekari lækkun tryggingagjalds til samræmis við það sem áður var lofað yrði jafnframt mikilvæg aðgerð. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur fyrirtækja og væri innlegg stjórnvalda til að draga úr háum launakostnaði og stuðla að fjölgun starfa. Hér eru dæmi um skatta sem nauðsynlegt er að lækka en meira þarf að koma til. Í uppsveiflunni var ekki skapað rými til skattalækkana – nú hlýtur sá tími að vera kominn.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun