Kyrrsetning flugvélar varpar ljósi á ósanngirni í boði ríkisins Helgi Vífill Júlíusson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að opinbert hlutafélag skuli hafa fengið heimild til að taka eigur annarra traustataki. Nú er svo komið að opinbera hlutafélagið, sem er í reynd ríkisstofnun, neitar að láta flugvél af hendi nema réttmætur eigandi greiði skuld sem hann stofnaði ekki til. Isavia, sem rekur Flugstöð Leifs Eiríkssonar, kyrrsetti flugvél sem hið gjaldþrota WOW air hafði á leigu. Leigusalinn fær ekki vélina til baka nema hann greiði öll lendingargjöld sem flugfélagið skuldaði flugvellinum. Það eru tæpir tveir milljarðar króna. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það tíðkist að flugvellir taki veð í flugvélum fyrir ógreiddum lendingargjöldum sem rekja megi til vélanna. Það sé hins vegar fáheyrt að flugvellir taki veð í einstökum flugvélum fyrir öllum skuldum flugfélaga en Heathrow-flugvöllur hafi sama háttinn á. Jafnvel þótt leikreglurnar liggi skýrt fyrir er flugvöllurinn að misnota yfirburði sína. Í öðrum rekstri kemst enginn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leiguíbúð vegna námslána leigutakans. Þetta er ósanngjarnt gagnvart öðrum kröfuhöfum. Fari flugfélag í þrot eru kröfur flugvallar í raun rétthærri en kröfur allra annarra, til dæmis launakröfur starfsmanna flugfélagsins, og því skiptir það flugvöllinn litlu máli þótt flugfélög safni skuldum. Flugvöllurinn hefur í raun hagsmuni af því að leyfa flugfélagi að safna skuldum í þeirri von að því takist að lokum að bjarga rekstrinum. Kröfur flugvallarins eru tryggðar. Setji flugvöllurinn flugfélaginu stólinn fyrir dyrnar kann það að hafa áhrif á fjölda farþega um völlinn. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eftirsóknarvert fyrir leigusala og fjármálastofnanir að eiga viðskipti við flugfélög sem fljúga til Íslands og hlýtur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyrir báru. Það að reka flugvöll er hættuspil jafnvel þótt til staðar séu víðtækar heimildir til kyrrsetningar: 21 flugfélag hefur farið í gjaldþrot á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt samantekt veftímaritsins Skift. Háar fjárhæðir eru bundnar í rekstri Leifsstöðvar og stefnt er að því að fjárfesta ríkulega í vellinum til að koma til móts við fjölgun ferðamanna. Því miður er hann alfarið í eigu ríkisins og því er verið að tefla djarft með fé skattborgara. Eðlilegast væri að selja flugvöllinn og láta fjárfesta bera áhættuna. Reynslan af opinberum framkvæmdum er slæm.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun