Óvissunni var eytt um framtíð Hannesar Þórs Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson með Ólafi Jóhannessyni þjálfar Vals. Vísir/Vilhelm Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Valsmenn hafa verið stórhuga í íslenskum knattspyrnuheimi undanfarin ár og það er greinilega ekkert lát á því. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára kynntu íslenska landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til leiks á blaðamannafundi í gær. Valur hefur ekki farið í grafgötur með að liðið vilji taka skref fram á við og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni og félagaskipti eins og þau sem tilkynnt var um í gær eru liður í þeim fasa. „Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aserbaídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda. Nú er það hins vegar niðurstaðan og ég er afar kátur með það. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hungraður í að spila eftir að hafa spilað jafn lítið og raun ber vitni síðustu mánuði,“ segir Hannes. „Ég er fullkomlega meðvitaður um það að leikmenn sem hafa komið til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku eiga það til að staðna eða jafnvel dala. Ég er vissulega að koma heim ári á undan áætlun. Það sem kemur vonandi til þess að hjálpa mér í að halda mér í sama gæðaflokki er að ég er enn að leika með landsliðinu og stefni að því að spila á EM eftir tvö ár og svo HM eftir fjögur ár þegar þar að kemur,“ segir hann enn fremur. „Nú er ég hins vegar fyrst og fremst að einbeita mér að því að koma mér vel fyrir hér á Hlíðarenda og spila eins vel og mögulegt er í sumar. Mér líður strax mjög vel með þessa ákvörðun og er nú þegar kominn inn íslenskan kúltúr á nýjan leik. Það var alltaf planið að koma heim á næstu árum og umgjörðin hér í fótboltanum er ekkert ólík því sem ég vandist þegar ég lék á Norðurlöndunum. Nú er ég bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir markvörðurinn öflugi um, framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn