Rakhnífur Ockhams Davíð Þorláksson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun