„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:56 Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira