Chelsea og Man. Utd færðust hænufeti framar um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:45 Victor Lindelof og Eden Hazard berjast um boltann í leiknum í gær. AP/Martin Rickett Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira