Ágúst Þór: Ætlum að leita út fyrir landsteinana Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2019 16:21 Ágúst Þór var ánægður með stigin þrjú í dag. Vísir/Anton Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var afskaplega ánægður eftir 2-0 sigur hans manna í Grindavík í dag. „Þetta var erfið fæðing og það var erfitt að eiga við Grindvíkingana, þeir voru þéttir og það var erfitt að brjóta þá. Við vorum með vindinum í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki ná að skapa nógu mikið af færum. Í seinni hálfleik þurftu þeir að koma aðeins ofar og þá opnaðist fyrir okkur. Við nýttum okkur það og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum í dag. „Það er mikilvægast af öllu að fá þrjú stig og eins og vitum er ekki mikið af glansleikjum í fyrstu umferðunum en þrjú stig er það mikilvægasta.“ Sigur Blika í dag var nokkuð sanngjarn og Grindvíkingar náðu of sjaldan að opna vörn gestanna og skapa sér opin færi. „Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Ég er mjög sáttur með strákana og vinnuframlagið í liðinu. Ég hefði eiginlega ekki getað beðið um það betra.“ Blikar hafa fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig á síðustu vikum. Guðjón Pétur Lýðsson kom frá KA fyrir skömmu og í vikunni bættust þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Arnar Sveinn Geirsson í hópinn. Það vakti athygli að þeir fóru allir beint inn í byrjunarliðið og Ágúst sagði að hann hefði viljað fá ferska strauma inn í liðið. „Við höfum ekki verið að fá mikið af úrslitum í síðustu æfingaleikjum og ég ákvað að koma þeim öllum inn í byrjunarliðið og sjá hvort það myndi breyta einhverju og það gerði það.“ Í sambandi við komu Arnars Sveins hefur verið rætt um það að Jonathan Hendrickx sé á leið frá Blikum. „Ég á von á að hann fari til Belgíu í glugganum. Við nýtum hann fram að því. Það má alveg reikna með að við styrkjum okkur, við erum að skoða það en ekkert öruggt. Við erum þá að leita út fyrir landsteinana.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 0-2 | Blikar hefja mótið á sigri Breiðablik vann góðan 2-0 sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram suður með sjó. 27. apríl 2019 17:00