Zuckerberg óttast alræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Zuckerberg óttast ekki afleiðingarnar. Nordicphotos/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira