„Vill fullt hús, ekki hálft hús eins og hér" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 23:12 Ingi var sáttur í kvöld. vísir/daníel KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45