Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 11:00 Stytta af St. James í St. Sebastian's kirkjunni. Myndin sýnir gífurlegan fjölda fara eftir sprengjubrot. AP/Manish Swarup Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar. Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57