Bjölluat dauðans Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Haft er eftir Winston Churchill að ekkert í lífinu sé jafn hressandi og að byssukúlan hitti ekki í mark þegar skotið er á mann. Óvitlaust þar sem lífið er aldrei dýrmætara en þegar dauðinn minnir á sig. Held ég hafi fundið kjarnann í málshætti Churchills þegar ég greindist með krabbamein fyrir viku. Ég tók þessu að sjálfsögðu af æðruleysi enda var mér eiginlega alveg sama. Þarna græddi ég loksins á þeim andlegu meinum sem hafa truflað tilveru mína; þunglyndi, kvíði, ógreindur athyglisbrestur og ofvirkur alkóhólismi hafa valdið því að öll mín fullorðinsár hef ég verið miklu hræddari við að lifa heldur en að deyja. Þannig að þetta var ekki svo slæmt þegar dauðinn bankaði loksins upp á hjá mér. Þangað til ég þurfti að segja kærustunni minni og börnum mínum frá greiningunni og reyna að gera sem minnst úr þessu fyrir þá yngstu. Þegar ég fann hvernig þetta ógeðslega orð „krabbamein“, hlaðið feigð, hafði meiri áhrif á fjölskyldu mína og vini áttaði ég mig á því að ég hef fyrir löngu týnt tilgangi lífsins í minni andlegu þoku. Í staurblindri sjálfhverfu og sjálfsvorkunn hélt ég að líf mitt og lífsóhamingja snerust um mig þangað til að þessi óeiginlega kúla Churchills þaut fram hjá heilanum í mér og hvíslaði að tilgangur lífsins er að lifa því fyrir aðra. Skjótvirkt og ótrúlega öflugt heilbrigðiskerfið okkar sem sækir styrk sinn fyrst og fremst til magnaðs starfsfólks bægði þessari kúlu frá mér og fátt bendir til þess að fleiri merktar mér séu á leiðinni. Eftir stendur samt örlítið breyttur maður sem langar til að lifa og er hræddur við að deyja. Ágætis hrókering á taflborði lífsins sem kostaði aðeins eitt eista.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun