Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún. Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún.
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57