„Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 23:30 Daniel og Amelie Linsay létust í hryðjuverkaárásinni í Srí Lanka á páskadag. Mynd/Linsay-fjölskyldan Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01