Segjast ítrekað hafa óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 20:58 Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur óskaði ítrekað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalda eftir að ráðuneytið úrskurðaði að vatnsgjald OR fyrir árið 2016 hefði verið ólögmætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá OR. Þá séu fjárhagsleg áhrif úrskurðarins óveruleg við fyrstu sýn. Greint var frá því í dag að ráðuneytið hefði komist að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Í úrskurðinum sagði m.a. að með öllu óheimilt sé að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna, líkt og OR hafi gert. OR heldur því fram í tilkynningu í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga sé sagt að nánar skuli kveðið á um umrætt atriði í reglugerð. Slík reglugerð hafi hins vegar ekki verið sett og hafi OR vísað til leiðbeiningarskyldu stjórnvalda í erindum sínum til ráðuneytisins. Þá hafi gjaldskrár vatnsveitu hjá OR, sem reknar eru af dótturfyrirtækinu Veitum, í grundvallaratriðum fylgt þróun vísitölu byggingakostnaðar síðasta áratuginn. Tvisvar á síðustu árum hafi vatnsgjöld lækkað og svari sú lækkun samtals 13,1%. „Ráðuneytið vísaði frá kröfu kæranda um endurgreiðslu. Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í tilkynningu. Orkumál Tengdar fréttir Álagning Orkuveitunnar á vatnsgjaldi ólögmæt Ráðuneytið hefur því ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur. 23. apríl 2019 17:51 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur óskaði ítrekað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalda eftir að ráðuneytið úrskurðaði að vatnsgjald OR fyrir árið 2016 hefði verið ólögmætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá OR. Þá séu fjárhagsleg áhrif úrskurðarins óveruleg við fyrstu sýn. Greint var frá því í dag að ráðuneytið hefði komist að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Í úrskurðinum sagði m.a. að með öllu óheimilt sé að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna, líkt og OR hafi gert. OR heldur því fram í tilkynningu í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga sé sagt að nánar skuli kveðið á um umrætt atriði í reglugerð. Slík reglugerð hafi hins vegar ekki verið sett og hafi OR vísað til leiðbeiningarskyldu stjórnvalda í erindum sínum til ráðuneytisins. Þá hafi gjaldskrár vatnsveitu hjá OR, sem reknar eru af dótturfyrirtækinu Veitum, í grundvallaratriðum fylgt þróun vísitölu byggingakostnaðar síðasta áratuginn. Tvisvar á síðustu árum hafi vatnsgjöld lækkað og svari sú lækkun samtals 13,1%. „Ráðuneytið vísaði frá kröfu kæranda um endurgreiðslu. Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virðast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í tilkynningu.
Orkumál Tengdar fréttir Álagning Orkuveitunnar á vatnsgjaldi ólögmæt Ráðuneytið hefur því ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur. 23. apríl 2019 17:51 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Álagning Orkuveitunnar á vatnsgjaldi ólögmæt Ráðuneytið hefur því ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur. 23. apríl 2019 17:51