Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í þriggja marka sigri GOG á Skanderborg í úrslitakeppninni í danska handboltanum í kvöld, 29-26.
Óðinn og félagar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir voru 15-11 yfir í hálfleik og ekki margt sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi.
Í síðari hálfleik komu gestirnir hins vegar sterkir til leiks og voru fljótlega búnir að jafna. Þeir voru svo komnir tveimur mörkum yfir áður.
Þá steig GOG aftur á bensíngjöfina og vann að lokum þriggja marka sigur, 29-26, en Óðinn kom lítið við sögu síðustu tíu mínútur leiksins eftir að hafa fengið tveggja mínútna brottvísun er tólf mínútur voru eftir.
GOG er því komið með sex stig á toppi riðilsins og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en tvö efstu liðin í hvorum riðli fyrir sig fara í undanúrslit.
Óðinn á skotskónum í mikilvægum sigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

Fleiri fréttir
