Óvænta stjarna ÍBV: „Kom mjög á óvart þegar Erlingur hringdi í mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2019 12:30 Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Úrslitakeppnin býr til stjörnur og Eyjamaðurinn Gabríel Martinez Róbertsson er ein af óvæntu stjörnum úrslitakeppni Olís-deildar karla til þessa. Hornamaðurinn örvhenti skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍBV vann öruggan sigur á FH, 36-28, í 8-liða úrslitum í gær. Eyjamenn unnu báða leikina gegn FH-ingum með samtals 13 marka mun og eru komnir í undanúrslit. Gabríel skoraði alls tíu mörk í leikjunum tveimur gegn FH og klikkaði ekki á skoti. Hann fékk tækifæri í liði Íslandsmeistaranna eftir að Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson meiddust og hefur nýtt það frábærlega. „Teddi er einn besti leikmaður í sögu ÍBV. Ég hélt ég ætti ekki séns fyrst þeir voru með. Það kom mér mjög mikið á óvart þegar Erlingur [Richardsson, þjálfari ÍBV] hringdi í mig og sagði að ég ætti að vera í hóp,“ sagði Gabríel í samtali við Vísi eftir leikinn í Eyjum í gær. „Ég er mjög sáttur. Þetta var minn besti leikur,“ bætti hann við. Gabríel hefur verið mjög vaxandi eftir að hann kom inn í lið Eyjamanna. „Fyrst var ég mjög stressaður. Ég get alveg viðurkennt það. En það er frábært að vera í þessu liði og þeir standa alltaf þétt við bakið á mér. Þannig að þetta hefur verið mjög létt,“ sagði Gabríel sem lék með ÍBV U í Grill 66 deildinni í vetur. Þar öðlaðist hann góða reynslu. „Það er mjög gott að byrja í U-liðinu og koma svo inn í meistaraflokkinn,“ sagði Gabríel en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eyjamenn fá nú góða hvíld þar til undanúrslitin hefjast. Þar mæta þeir annað hvort Haukum eða Stjörnumönnum. Liðin eigast við í oddaleik á Ásvöllum annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 23-28 │Frábær Björn Viðar kafsigldi FH Björn Viðar Björnsson átti framúrskarandi frammistöðu í marki ÍBV sem vann fimm marka sigur í Kaplakrika í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í Olísdeild karla. ÍBV tók heimavallarréttinn af FH með sigrinum. 20. apríl 2019 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti