Ílengist í dómsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur hér við lyklunum hjá Sigríði þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira