Þrettán hafa verið handteknir á Srí Lanka Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2019 22:45 Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. AP/Chamila Karunarathne Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Þrettán hafa verið handteknir í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á Srí Lanka. Þrír lögregluþjónar létu lífið í aðgerðum lögreglu í dag þar sem ráðist var til atlögu í húsi í Colombo, höfuðborg landsins. Lögreglan segir að fólk í húsinu hafi sprengt sig í loft upp. Minnst 207 manns eru látnir og minnst 450 særðir eftir átta sprengjuárásir sem gerðar voru á kirkjur, hótel og fleiri byggingar á Srí Lanka í dag. Talið er að minnst 32 hinna látnu séu erlendir. Þar af einhverjir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kína og Portúgal.Ríkisstjórn Srí Lanka segist hafa búið yfir upplýsingum um árásir á kirkjur og þær upplýsingar hafi snúið að lítt þekktum samtökum íslamista. Lítið hafi verið aðhafst vegna þeirra upplýsinga. AP fréttaveitan segir afar fá tilfelli í sögu Srí Lanka um að öfgasamtök múslima hafi gripið til ofbeldis þar í landi. Hins vegar hefur nokkuð verið um ofbeldi gegn kristnu fólki á undanförnum árum.Enginn hefur lýst yfir ábyrgð Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Þó er óttast að þær muni leiða til ofbeldis á milli trúarfylkinga á Srí Lanka. Lögreglan segir að bensínsprengju hafi verið kastað í mosku og kveikt hafi verið í tveimur verslunum sem reknar eru af múslimum á Srí Lanka í dag. Samkvæmt tölum frá 2012 voru 70 prósent um 22 milljóna íbúa Srí Lanka búddistar. 12,6 prósent voru hindúar, 9,7 prósent íslamstrúar og 7,6 prósent kristnir. Ríkisstjórn landsins setti á útgöngubann í Colombo í dag og lokaði á aðgang fólks að samfélagsmiðlum. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka sagðist í dag óttast að ódæðið leiði til óaldar í landinu og hefur heitið því að finna hina seku. AFP fréttaveitan segir áðurnefndar upplýsingar hafa borist til Srí Lanka frá erlendri leyniþjónustu fyrir tíu dögum síðan. Þær upplýsingar innhéldu viðvörun við því að samtök sem kallast NTJ (National Thowheeth Jama´ath) hafi ætlað að framkvæma sjálfsmorðsárásir í kirkjum og víðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45 Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54 Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Leiðtogar víða um heim fordæma árásirnar í Sri Lanka Donald Trump, Barack Obama, Theresa May og António Guterres eru meðal þeirra fjölmörgu leiðtoga heimsins sem vottað hafa íbúm Srí Lanka samúð sína. 21. apríl 2019 17:45
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
„Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Parið Margrét Lilja Stefánsdóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson eru stödd í fjallaþorpinu Nuwara Eliya í Srí Lanka, en þau hafa verið á ferðalagi um landið. 21. apríl 2019 15:54
Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. 21. apríl 2019 12:00