Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 17:07 Leiðtogi stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu. Getty/ Altan Gocher Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“ Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“
Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22