Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. apríl 2019 19:00 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað Vísir/Baldur Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum. Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt. „Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur. „Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. „Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira