Sport

Gunnar tjáir sig um fjarveru þjálfarans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar og Edwards takast á.
Gunnar og Edwards takast á. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var ekki í horninu þegar íslenski bardagakappinn beið lægri hlut fyrir Leon Edwards á UFC-bardagakvöldinu í London í síðasta mánuði.

Ferðalag Kavanaghs frá Hong Kong varð lengra en til stóð og hann var ekki kominn í tæka tíð fyrir bardagann.

Gunnar tapaði bardaganum fyrir Edwards á klofinni dómaraákvörðun með minnsta mun. Hann hefur tapað fjórum af síðustu átta bardögum sínum.

Í Búrinu, sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í vikunni, ræddi Gunnar um fjarveru Kavanaghs.

„Það hafði engin áhrif á mig. Ég var ekki lítill í mér þótt John væri ekki þarna,“ sagði Gunnar og bætti við að það væri ómögulegt að vita hvort útkoma bardagans hefði verið önnur ef Kavanagh hefði verið í horninu hans.

„En ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft nein áhrif að hafa ekki ráðin hans í horninu. Ég get ekki sagt til um það. Það getur vel verið að það hafi hjálpað. En annars var ég mjög ánægður með hornamennina mína. Það er það eina sem ég get sagt.“

Innslagið má sjá hér fyrir neðan.



Klippa: Búrið: Gunnar tjáir sig um fjarveru þjálfarans
 

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar dottinn af styrkleikalista UFC

UFC er búið að gefa út nýjan styrkleikalista fyrir veltivigtina og í fyrsta skipti í langan tíma er enginn Gunnar Nelson á listanum.

Gunnar Nelson: Þetta er glatað

Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld.

Kavanagh: Líður ömurlega

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, var miður sín yfir því að hafa ekki getað verið í horninu hjá Gunnari í gær.

Svona var bardagakvöldið í London

Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London.

Eitt skref til baka hjá Gunnari

Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×