Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 22:25 Nicolás Maduro og Vladimir Padrino. Vísir/Getty Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela. Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela.
Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37