Áfrýja dómi héraðsdóms og segja hann slæmt fordæmi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 09:04 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“ Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57