Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 14:22 Frá vettvangi slyssins. Mynd/skjáskot Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða. Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða.
Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10