Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir skrifar 8. maí 2019 15:24 Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun