Leikmenn Liverpool áttu sumir erfitt með sig í klefanum eftir leikinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 14:00 Trent Alexander-Arnold átti mikinn þátt í sigrinum í gærkvöldi. Mynd/Twitter/@LFC Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Það voru miklar tilfinningar í gangi meðal leikmanna Liverpool liðsins eftir ótrúlegan endurkomusigur á stórliði Barcelona á Anfield í gærkvöldi. Það spáðu fáir því að Liverpool kæmist áfram eftir 3-0 tap á móti Barcelona í fyrri leiknum á Spáni. Leikmenn Liverpool þurftu því að þjappa sér saman og halda trúnni á hvern annan og liðið. Ekki hjálpaði til að liðið missti bæði Mohamed Salah og Roberto Firmino í meiðsli fyrir þennan mikilvæga leik. Hvernig átti lið án tveggja bestu sóknarmanna sinn að skora fjögur mörk hjá Barcelona og það sem meira er að gera það án þess að mega fá á sig mark? Það ótrúlega gerðist og Liverpool tókst að framkalla kraftaverk á stórbrotnu Evrópukvöldi á Anfield. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr búningsklefa Liverpool eftir leikinn en það birtist á samfélagsmiðlum Liverpool sem fengu örugglega mikla umferð eftir leikinn í gær. Inside the dressing room at full-time with our Reds... pic.twitter.com/n8BePcDHfY — Liverpool FC (@LFC) May 7, 2019Þar mátti sjá að margir leikmenn Liverpool áttu erfitt með sig í klefanum eftir leikinn. Þar á meðal var hinn tvítugi Trent Alexander-Arnold sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má einnig sjá að enginn brosti breiðara en Mohamed Salah sem missti af leiknum vegna höfuðhöggs um síðustu helgi. Egyptinn lék við hvern sinn fingur í Liverpool klefanum í gær. Það mátti sjá Mohamed Salah meðal annars grínast við James Milner sem hafði tárast í leikslok. Salah spurði Milner hvort að hann hafi nokkuð verið búinn að plana sumarfríið sitt. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Madrid 1. júní en ef Liverpool hefði tapað í gærkvöldi þá hefði tímabilið endað sunnudaginn 12. maí.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00 Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool samfélaginu Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. 8. maí 2019 13:00
Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. 8. maí 2019 11:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30