Fyrsta árið verður lærdómsferli Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2019 11:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Daníel HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira