Orka staðreyndavitundar Konráð S.Guðjónsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun