Umtalsvert bakslag en ennþá afgangur Elvar Orri Hreinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar