7% þjóðarinnar glíma við afleiðingar heilaskaða Stefán John Stefánsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun