Rugl og pólitík Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun