Rugl og pólitík Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Daginn eftir Brexit-kosningarnar sneri blaðamaðurinn Carole Cadwalladr aftur á heimaslóðir, í smábæ í Suður-Wales, til að skrifa fréttaskýringu. Cadwalladr er þekktust fyrir að afhjúpa kaup málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um 87 milljónir Facebook-notenda, sem notuð voru í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í heimabænum kusu 62 prósent bæjarbúa með Brexit. Eins og í mörgum smábæjum þurftu íbúar að þola mikinn andbyr þegar kolanámum var lokað og stáliðnaður leið undir lok seint á síðustu öld. Bæjarbragurinn við heimkomuna kom Cadwalladr á óvart. Glænýr háskóli var risinn, vegleg íþróttamiðstöð hafði litið dagsins ljós – 350 milljóna punda uppbygging meira og minna kostuð af sjóðum ESB blasti við hvert sem litið var. Þar fyrir utan voru 77 milljóna punda samgönguumbætur fyrirhugaðar. Nóga vinnu var að fá í blómlegum bæ. Í fyrirlestri á dögunum greindi Cadwalladr frá samtali við ungan mann í nýreistu íþróttahúsinu. Hann sagðist hafa kosið með útgöngu og spurði hana: Hvað hefur ESB gert fyrir okkur? Þar sem hann stóð í íþróttahúsinu sem byggt var fyrir styrki frá ESB. Um allan bæ var sömu sögu að segja. En fólk var þreytt á ESB, og aðallega á innflytjendum og flóttafólki. Þetta kom henni spánskt fyrir sjónir, þar sem hvergi var útlending að sjá. Að vísu varð pólsk kona á vegi hennar, sem sagðist vera meðal örfárra útlendinga í bænum. Eftir að fréttaskýringin birtist hafði kona úr bænum samband við hana og tjáði sig um áhrif Facebook á hana í aðdraganda Brexit. Hæst bar hræðsluáróður um innflytjendur og væntanlega inngöngu Tyrklands í ESB. Brexit-kosningaumræðan fór fram í myrkri meira og minna, því að Facebook réð ferðinni. Það sem gerist á Facebook, er bara á Facebook, því að þú ert sá eini sem sérð eigin fréttaveitu. Engin leið er að vita hver sá hvað, hvaða áhrif það hefur eða hvaða staðleysum er haldið að fólki því Mark Zuckerberg vill ekki deila því með okkur. Enginn veit hver borgar fyrir auglýsingarnar, eða hversu mikið. Við nánari skoðun var innflytjendavandinn í bænum tilbúningur og Tyrkland ekki einu sinni í viðræðum um að ganga í ESB. Þetta er vandinn í hnotskurn. Í könnun Fréttablaðsins í gær kom í ljós að tæpur helmingur vill ekki að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann. Innan við þriðjungur er því fylgjandi. Tæp 59 prósent segjast ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í Silfrinu síðasta sunnudag. Hún virðist halda að með innleiðingu orkupakkans getum við öll, ég og þú, virkjað ár og lagt sæstreng án opinberra afskipta. Þetta er ekki rétt. Lágmarkskrafa er að stjórnmálamenn kynni sér mál sem fjallað er um. Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun