Fasteignaverð hér á landi hækkað mest á meðal OECD-ríkja frá 2010 Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Vísir/vilhelm Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hvergi á meðal ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hefur fasteignaverð hækkað meira að raunvirði en á Íslandi frá því að það náði lágmarki hér á landi eftir fjármálahrunið. Þetta sýna nýjar hagtölur OECD sem ná fram til fjórða ársfjórðungs síðasta árs. Tölurnar sýna að frá fyrsta ársfjórðungi 2010 þegar verð fasteigna á Íslandi náði lágmarki hafði verðið hækkað um 67 prósent, mest allra OECD-ríkja. Næst á eftir Íslandi kemur Eistland en fasteignamarkaðurinn þar í landi hækkaði um 51,3 prósent á tímabilinu, síðan Ísrael og Kanada. Vísitala OECD mælir raunverð. Samkvæmt gögnum stofnunarinnar lækkaði verð íbúðarhúsnæðis á Íslandi um tæplega 36 prósent að raungildi frá því að það fór hæst á fjórða ársfjórðungi 2007 þar til á fyrsta fjórðungi 2010. „Við sæjum kannski önnur lönd í efsta sæti ef við miðuðum við annan tímapunkt en þetta sýnir engu að síður hversu miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði frá því að markaðurinn var í sem mestri lægð,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, í samtali við Markaðinn. Magnús Árni segir að ástæðan að baki verðhækkuninni sé margþætt. „Það var lítið byggt fyrstu árin eftir hrun og í raun sjáum við ekki töluvert magn koma inn á markaðinn fyrr en árin 2017 og 2018. Það var skortur á fjármagni, bankarnir voru í fyrstu hikandi við að lána verktakafyrirtækjum fyrir uppbyggingu í ljósi reynslunnar og svo voru skipulagsyfirvöld ekki vakandi fyrir þeirri eftirspurnaraukningu sem varð þegar stórir árgangar komu inn á markaðinn,“ segir Magnús. Auk þess hafi erlent vinnuafl aukist verulega í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Aðspurður um þróun fasteignaverðs næstu missera segir Magnús að það geti oltið á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. „Það er ólíklegt að við sjáum miklar verðhækkanir á næstunni en það er ekki víst að verð lækki, sérstaklega í ljósi yfirlýsingar seðlabankastjóra um að vextir geti mögulega lækkað. Ef vextir lækka er líklegt að fasteignaverð haldist að minnsta kosti óbreytt. Ef þeir lækka ekki er möguleiki á verðlækkun,“ segir Magnús. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir fasteignaverð að lækka þar sem fólk sé tregt til að lækka verð á íbúðum sínum í söluferlinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í lok apríl að áföll og minni spenna í þjóðarbúskapnum sköpuðu að öðru óbreyttu tilefni til að raunvextir Seðlabankans yrðu lægri. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt 22. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira