Þriggja leikja bann Kára staðfest af aganefndinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2019 20:41 Kári Kristján í leik með ÍBV. vísir/daníel Kári Kristján Kristjánsson á enn eftir tvo leiki í leikbanni eftir að aganefnd HSÍ staðfesti að þriggja leikja bann hans stendur. Eyjamenn voru mjög ósáttir er Kári var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik númer tvö í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þeir sendu HSÍ myndbandsupptökur og greinargerð.Í dag birtist svo frétt á Vísi um að aganefnd HSÍ hafði ákveðið að taka málið fyrir á ný. Það var tekið fyrir í dag. „Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður,“ stendur í dómnum. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan en Kári hefur tekið út einn leik af þremur.Dómur HSÍ: Með tölvupósti dags. 6. maí 2019 barst aganefnd krafa ÍBV um endurskoðun úrskurðar aganefndar dags. 4. maí s.l. þar sem leikmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna leikbrots. Í erindinu er rakið að ÍBV telji fyrri úrskurð nefndarinnar byggja á röngum upplýsingum um afleiðingar leikbrotsins sem koma fram í skýrslu dómara leiksins. Vísast þar meðal annars til þeirrar staðreyndar að leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð tók fullan þátt í næsta leik liðs síns. Aganefnd lítur svo á að með erindi sínu sé ÍBV að krefjast endurupptöku málsins á grundvelli 8. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Samkvæmt umræddri grein hefur aganefnd heimild til að leiðrétta fyrri úrskurð eða kveða upp nýjan úrskurð ef augljóst er að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður vegna formgalla, svo sem vegna rangra upplýsinga í skýrslu dómara. Skýrt er hins vegar að aganefnd er ekki heimilt að taka mál aftur upp til efnismeðferðar á grundvelli ákvæðisins. Málið var tekið til umfjöllunar á fundi aganefndar. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður. Aganefnd telur rétt að geta þess að ákvarðanir dómara byggðar á mati þeirra á staðreyndum eða mati þeirra eru endanlegar samkvæmt 17:11 leikreglna. Þá heyrir til undantekninga að gögn eða áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir sem staðfesta alvarleika áverka sem af brotum hljótast. Mat aganefndar á brotum við ákvörðun leikbanna hverju sinni er hlutrænt. Ræðst niðurstaðan fyrst og fremst af hættueiginleikum brotanna sem um ræðir og hvort háttsemin sé til þess fallin að hún geti valdið alvarlegum afleiðingum. Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson á enn eftir tvo leiki í leikbanni eftir að aganefnd HSÍ staðfesti að þriggja leikja bann hans stendur. Eyjamenn voru mjög ósáttir er Kári var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik númer tvö í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þeir sendu HSÍ myndbandsupptökur og greinargerð.Í dag birtist svo frétt á Vísi um að aganefnd HSÍ hafði ákveðið að taka málið fyrir á ný. Það var tekið fyrir í dag. „Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður,“ stendur í dómnum. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan en Kári hefur tekið út einn leik af þremur.Dómur HSÍ: Með tölvupósti dags. 6. maí 2019 barst aganefnd krafa ÍBV um endurskoðun úrskurðar aganefndar dags. 4. maí s.l. þar sem leikmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna leikbrots. Í erindinu er rakið að ÍBV telji fyrri úrskurð nefndarinnar byggja á röngum upplýsingum um afleiðingar leikbrotsins sem koma fram í skýrslu dómara leiksins. Vísast þar meðal annars til þeirrar staðreyndar að leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð tók fullan þátt í næsta leik liðs síns. Aganefnd lítur svo á að með erindi sínu sé ÍBV að krefjast endurupptöku málsins á grundvelli 8. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Samkvæmt umræddri grein hefur aganefnd heimild til að leiðrétta fyrri úrskurð eða kveða upp nýjan úrskurð ef augljóst er að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður vegna formgalla, svo sem vegna rangra upplýsinga í skýrslu dómara. Skýrt er hins vegar að aganefnd er ekki heimilt að taka mál aftur upp til efnismeðferðar á grundvelli ákvæðisins. Málið var tekið til umfjöllunar á fundi aganefndar. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður. Aganefnd telur rétt að geta þess að ákvarðanir dómara byggðar á mati þeirra á staðreyndum eða mati þeirra eru endanlegar samkvæmt 17:11 leikreglna. Þá heyrir til undantekninga að gögn eða áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir sem staðfesta alvarleika áverka sem af brotum hljótast. Mat aganefndar á brotum við ákvörðun leikbanna hverju sinni er hlutrænt. Ræðst niðurstaðan fyrst og fremst af hættueiginleikum brotanna sem um ræðir og hvort háttsemin sé til þess fallin að hún geti valdið alvarlegum afleiðingum.
Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira