Lík tveggja kvenna fundust í frysti Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 20:09 Lögreglumenn að störfum á vettvangi. Getty/Dan Kitwood Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard. Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard.
Bretland England Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira