Evrópuríki krefja tyrknesk stjórnvöld skýringa vegna kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 17:02 Erdogan hefur verið sakaður um að seilast til æ meiri valda í Tyrklandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur krafið yfirkjörstjórn Tyrklands um skýringar á ákvörðun sinni um að láta kjósa aftur til borgarstjóra í Istanbúl. Stjórnarandstaðan vann óvæntan sigur í kosningunum en nú hefur verið ákveðið að láta endurtaka þær. Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) Receps Erdogan forseta krafist þess að úrslit borgarstjórakosninganna í Istanbúl í síðasta mánuði væru úrskurðuð ógild vegna meintrar óreglu í framkvæmd þeirra. Yfirkjörstjórnin hefur ákveðið að kosið verði aftur 23. júní. Ákvörðuninni var mótmælt á götum Istanbúl í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heiko Mass, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ákvörðun kjörstjórnarinnar „óskiljanlega“. Guy Verhofstadt, belgískur Evrópuþingmaður, segir að Tyrkland sé „á leiðinni í átt að einræði“. Talsmaður ESB vill að kjörstjórnin skýri ákvörðunina „tafarlaust“. Erdogan hefur sagt að nýjar kosningar séu „besta skrefið“ fyrir Tyrkland. Fulltrúi flokks hans í kjörstjórninni segir að kosningarnar hafi verið ólöglegar vegna þess að sumir starfsmenn kjörstjórnar hafi ekki verið opinberir starfsmenn og að undirskriftir hafi vantað á einhver talningarblöð. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP-flokksins sem vann kosningarnar, segir að ákvörðun kjörstjórnarinnar sýni að það sé „ólöglegt að vinna gegn AK-flokkinum“. Hún væri „hreint einræði“. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Evrópusambandið hefur krafið yfirkjörstjórn Tyrklands um skýringar á ákvörðun sinni um að láta kjósa aftur til borgarstjóra í Istanbúl. Stjórnarandstaðan vann óvæntan sigur í kosningunum en nú hefur verið ákveðið að láta endurtaka þær. Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) Receps Erdogan forseta krafist þess að úrslit borgarstjórakosninganna í Istanbúl í síðasta mánuði væru úrskurðuð ógild vegna meintrar óreglu í framkvæmd þeirra. Yfirkjörstjórnin hefur ákveðið að kosið verði aftur 23. júní. Ákvörðuninni var mótmælt á götum Istanbúl í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heiko Mass, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ákvörðun kjörstjórnarinnar „óskiljanlega“. Guy Verhofstadt, belgískur Evrópuþingmaður, segir að Tyrkland sé „á leiðinni í átt að einræði“. Talsmaður ESB vill að kjörstjórnin skýri ákvörðunina „tafarlaust“. Erdogan hefur sagt að nýjar kosningar séu „besta skrefið“ fyrir Tyrkland. Fulltrúi flokks hans í kjörstjórninni segir að kosningarnar hafi verið ólöglegar vegna þess að sumir starfsmenn kjörstjórnar hafi ekki verið opinberir starfsmenn og að undirskriftir hafi vantað á einhver talningarblöð. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP-flokksins sem vann kosningarnar, segir að ákvörðun kjörstjórnarinnar sýni að það sé „ólöglegt að vinna gegn AK-flokkinum“. Hún væri „hreint einræði“.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22
Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07