Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:00 Liðsmenn úr björgunarsveitinni Húnum sem björguðu mönnum úr sjónum við Hvammstanga. Björgunarfélagið Blanda Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn. Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn.
Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira