Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 11:46 Leiðtogar þeirra sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu brostu fyrir myndavélarnar. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira