Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2019 11:34 Frá Tel Aviv þar sem keppnin er haldin í ár. Vísir/Getty Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld munu ekki hika við að meina einstaklingum inngöngu í landið sem hafa í hyggju að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv í næstu viku. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Ísraelsmenn óttist að þeir sem eru andvígir stefnu þarlendra yfirvalda í varðandi Palestínumenn muni reyna að nýta sér Eurovision til að mótmæla því. BDS-hreyfingin, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum, hefur sakað ísraelsk stjórnvöld um að nota tónlist til að hvítþvo stefnu sína gagnvart Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza. Enginn af þeim 42 sem tryggðu sér þátttökurétt í Eurovison í forkeppnum í sínu landi hafa dregið sig úr keppni en skipuleggjendur hennar óttast að mótmælendur reyni að nýta hana til að koma boðskap sínum til skila til þeirra hundruð milljóna sem horfa á hana. „Þetta verður risa partí þar sem þúsundir taka þátt en við munum vera á verði til að tryggja að enginn komi hér til að trufla eða skemma,“ er haft eftir talsmanni utanríkisráðherra Ísraels, Emmanuel Nahshon, á vef Guardian. „Við viljum ekki meina neinum inngöngu í landið. En ef við vitum með vissu að einhver er á móti Ísrael og hefur það eitt á dagskrá að trufla viðburðinn þá munum við beita öllum löglegum aðferðum varðandi inngöngu,“ bætir Nahshon við. Sú sem hafði sigur í Eurovision í fyrra, Netta Barzilai, hefur gagnrýnt þá sem ætla að sniðganga keppnina. „Þetta er hátíð ljóss. Þeir sem ætla að sniðganga hátíð ljóss dreifa myrkri.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira