Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2019 08:00 Skordýr leika lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. vísir/getty Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson. Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson.
Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48
Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01
Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35