Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2019 08:00 Horft austur Gamla Þingvallaveginn. Mynd/Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur. „Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu. Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes- og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.Gamli Þingvallavegurinn er 15 til 20 kílómetrar.Fram kemur í minnisblaði Tómasar að seint á 19. öld hafi verið lagður vegur yfir endilanga Mosfellsheiði, frá Geithálsi við Suðurlandsveg og austur að Almannagjá. Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur. „Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri. Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Fornminjar Mosfellsbær Skipulag Þjóðgarðar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur. „Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu. Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes- og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.Gamli Þingvallavegurinn er 15 til 20 kílómetrar.Fram kemur í minnisblaði Tómasar að seint á 19. öld hafi verið lagður vegur yfir endilanga Mosfellsheiði, frá Geithálsi við Suðurlandsveg og austur að Almannagjá. Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur. „Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri. Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Fornminjar Mosfellsbær Skipulag Þjóðgarðar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira